Wednesday, August 20, 2008

Þarf að prófarkalesa vefsíðuna þína?



Getur verið að vefsíðan þín þarfnist prófarkalesturs?



Íslenska er flókið tungumál, jafnvel fyrir Íslendinga. Það þarf ekki annað en að lesa prent- eða netmiðla til að sjá, að víða er pottur brotinn. Færustu íslenskufræðingar gera jafnvel augljósar stafsetningarvillur af og til og bestu yfirlesarar missa af villum í texta. Enn verra er, að færustu sérfræðingar sjá frekar villur í textum annarra en sínum eigin. Því er nauðsynlegt að fá utan að komandi aðila til að lesa yfir texta, sem birta á opinberlega.



Því má alltaf gera betur. Það fyrirfinnst varla "fullkominn texti" á íslensku, ekki síst nú til dags, þegar asinn og hraðinn gefur textasmiðum minni tíma en áður til að semja og senda frá sér vandaðan texta. Það á ekki síst við um þá, sem að jafnaði standa hvorki í slíkum stórræðum né hafa nægjanlegan tíma til að vanda verkið vegna anna við önnur störf.



Ég mæli því með að fyrirtæki velti fyrir sér að fjárfesta að minnsta kosti í prófarkalestri, en betra væri að láta fagmenn annast alla almenna textavinnslu fyrir vefsíður.



Almenn textavinnsla.

Almennur yfirlestur og uppsetning.

Yfirlestur handrita og efnisvinnsla.



Jafnframt má hafa samband varðandi almenna textavinnslu eða prófarkalestur á prentmáli, til dæmis skýrslum og þess háttar, auglýsingum og öðru því efni, sem fyrirtækið sendir frá sér.


Sjá; prófarkalestur


No comments: